Brúðkaup
Kæru vinir!
Við erum strax byrjuð að njóta hveitibrauðsdaganna. Við viljum nota tækifærið til þess að þakka öllum sem tóku þátt í brúðkaupsundirbúningi og öllum ættingjum og vinum sem voru með okkur á þessum yndislega degi. Takk fyrir allar frábæru gjafirnar, skeytin og hlýju hugsanirnar.
Eftir brúðkaupið fórum við í sumarbústað á Núpum rétt hjá Hveragerði. Biðu okkur þar alls konar kræsingar, kertaljós og rúm stráð rósablöðum. Daginn eftir röltum við í Hveragerði og hittum brandaraapann Bóbó í Eden.
Síðar í vikunni kom ljósmyndarinn okkar, Christopher Lund, með útprentaða bók með stórglæsilegum myndum úr brúðkaupinu. Hér er hægt að sjá myndirnar í vefgalleríinu hans.
Auk þess tóku margir gestir myndir í veislunni og hafa nokkrir þeirra sett þær á netið:
Myndir frá Önnu Lísu
Myndir frá Eyjólfi Guðmundssyni
Sverrir og Ósk
Kæru vinir!
Við erum strax byrjuð að njóta hveitibrauðsdaganna. Við viljum nota tækifærið til þess að þakka öllum sem tóku þátt í brúðkaupsundirbúningi og öllum ættingjum og vinum sem voru með okkur á þessum yndislega degi. Takk fyrir allar frábæru gjafirnar, skeytin og hlýju hugsanirnar.
Eftir brúðkaupið fórum við í sumarbústað á Núpum rétt hjá Hveragerði. Biðu okkur þar alls konar kræsingar, kertaljós og rúm stráð rósablöðum. Daginn eftir röltum við í Hveragerði og hittum brandaraapann Bóbó í Eden.
Síðar í vikunni kom ljósmyndarinn okkar, Christopher Lund, með útprentaða bók með stórglæsilegum myndum úr brúðkaupinu. Hér er hægt að sjá myndirnar í vefgalleríinu hans.
Auk þess tóku margir gestir myndir í veislunni og hafa nokkrir þeirra sett þær á netið:
Myndir frá Önnu Lísu
Myndir frá Eyjólfi Guðmundssyni
Sverrir og Ósk
1 Comments:
At 12:04 PM, Harpa Hrund said…
Innilegar hamingjuóskir. Yndislegar myndir :D
Post a Comment
<< Home