Fjarbúðin

Tuesday, June 13, 2006

Brúðkaup

Kæru vinir!

Við erum strax byrjuð að njóta hveitibrauðsdaganna. Við viljum nota tækifærið til þess að þakka öllum sem tóku þátt í brúðkaupsundirbúningi og öllum ættingjum og vinum sem voru með okkur á þessum yndislega degi. Takk fyrir allar frábæru gjafirnar, skeytin og hlýju hugsanirnar.

Eftir brúðkaupið fórum við í sumarbústað á Núpum rétt hjá Hveragerði. Biðu okkur þar alls konar kræsingar, kertaljós og rúm stráð rósablöðum. Daginn eftir röltum við í Hveragerði og hittum brandaraapann Bóbó í Eden.

Síðar í vikunni kom ljósmyndarinn okkar, Christopher Lund, með útprentaða bók með stórglæsilegum myndum úr brúðkaupinu. Hér er hægt að sjá myndirnar í vefgalleríinu hans.

Auk þess tóku margir gestir myndir í veislunni og hafa nokkrir þeirra sett þær á netið:

Myndir frá Önnu Lísu
Myndir frá Eyjólfi Guðmundssyni

Sverrir og Ósk

1 Comments:

Post a Comment

<< Home