Fjarbúðin

Tuesday, June 13, 2006

Brúðkaupsferð

Flugum til Parísar 13. júní. Gistum þar í þrjár nætur á þessu hóteli.

Fljúgum til Ríó 16. júní og lendum þar að morgni 17. júní. Gistum þar í þrjár nætur á þessu hóteli.

Fljúgum til La Paz í Bólivíu 20. júní með millilendingu í São Paulo og Santa Cruz í Bólivíu. Gistum þar í þrjár nætur á þessu hóteli.

Trukkaferðalagið hefst með fundi í La Paz að morgni 23. júní og stendur fram til 25. júlí þegar við komum til Ríó.

Dveljum einn og hálfan dag í Ríó (á sama hóteli og áður) og fljúgum þaðan til Parísar 27. júlí.

Lendum í París 28. júlí og fljúgum sama dag til Íslands.

Trukkaferðina keyptum við í gegnum Stúdentaferðir af bresku ferðaskrifstofunni Dragoman en hún hefur þetta dularfulla nafn „Altiplano, Gauchos and the Falls“.

Hér er kort yfir leiðina sem við förum:



og hér er mynd af Dragoman fjallarútu:

1 Comments:

  • At 11:41 PM, Blogger Anna Lisa said…

    Hæ þið! :)

    En hvað ég er ánægð að geta fylgst með ykkur hér og séð hvernig ferðalagið ykkar verður! :)

    Hafið það rosa gott!
    Kveðjur úr rokinu og rigningunni hér á Íslandi! :Þ

    P.s. Vil bara segja ykkur aftur að myndirnar eru æði!!

     

Post a Comment

<< Home