Hættulegir vegir og Carlos Pelligrini
Í gærkvöldi rakst ég á blogg yfir hættulegustu vegi heims eftir ábendingu frá Einari Erni (www.eoe.is).
Hér er vegabloggið.
Vegur númer 2 í röðinni er í Bólivíu og gengur undir því heillandi nafni „Dauðaslóðin“. Í Dragoman-bæklingnum um ferðina okkar í sumar var varað sérstaklega við því að hjóla þarna niður! Fyrir mann sem verður dauðskelkaður í rússíbana fyrir börn á Spáni þá var það aldrei inni í myndinni.
Vegur númer 1 í röðinni er hins vegar eitt allsherjardrullusvað og minnti mig strax á vegina til Carlos Pelligrini í Argentínu. Það minnti mig svo á að við eigum eftir að setja inn myndir frá ferðalaginu inn á netið! Kannski látum við verða af því um jólin.
Hér er sex myndir frá bænum Carlos Pelligrini sem er við Iguazu fenjasvæðið í Argentínu. Það var bæði rigning og myrkur þegar við ókum drulluveginn í áttina að bænum. Trukkurinn rann nokkrum sinnum til á veginum og við vonuðumst bara til þess að hann myndi ekki velta. Þegar við komum að skóginum við brúna yfir í bæinn í rigningunni datt okkur það sama í hug: Tölvuleikurinn Myst!
Ég ætlaði að stytta mér leið og vísa á myndir af netinu frá Carlos Pelligrini. Það sem kom óvænt í ljós þegar ég leitaði að „Carlos Pelligrini + Iguazu“ á netinu var síða stelpu sem er búin að ferðast sömu leið í haust og við fórum í sumar nema í öfuga átt! Hún er sem sagt búin að ferðast að vera á ferðalagi frá Ríó um La Paz í Bólivíu til Ekvador (við hófum för okkar til Ríó í La Paz).
Það sem er enn fyndnara er að hún er með mynd af sama bílnum og við ferðuðumst á sem nefndist „Tortuga“ (Skjaldbakan) í drullusvaði á leiðinni til Carlos Pelligrini! Skrýtið að endurupplifa ferðalagið í gegnum þessa og aðrar myndir hjá henni á netinu.
2 Comments:
At 3:20 PM,
Anna Lisa said…
En gaman að sjá e-r myndir úr ferðinni ykkar É
g styð alveg þá hugmynd að nota jólafríið til að skella myndum á netið...annars býð ég mér bara sjálf í "myndaskoðunarheimsókn"! :Þ
At 4:08 PM,
Sverrir said…
Þetta er göfugt markmið fyrir jólafríið en við þorum samt ekki að lofa neinu :-)
Þú ert samt alltaf velkomin í myndaskoðun með skömmum fyrirvara. Það sama gildir um aðra lesendur bloggsins!
Post a Comment
<< Home