Hafið þið einhvern tímann lent í því að maðurinn ykkar
Konur geta ekki bakað í stæði... Jú ég get það víst!
- hendir fötunum sínum út um allt
- vaskar aldrei upp, segist svo ætla að gera það og bíður þar til það er komið fjall og vond lykt úr vaskinum
- er rosalega veikur og vill láta hjúkra sér þó að hann sé bara með nokkrar kommur og kvef
- er algjörlega sambandslaus þegar hann er að horfa á sjónvarpið
- Í rauninni er ég karlmaður og hann kona
- Konur bæjarins eru að alhæfa um karlmenn út frá sínum manni
Konur geta ekki bakað í stæði... Jú ég get það víst!
6 Comments:
At 9:52 AM,
Anonymous said…
Jeijjj!!
Allt í einu get ég kommentað =) Anonymous var aldrei valkostur áður.
Ósk ekki gera honum þetta!!!!!!! Þú getur ekki ímydað þér hvað tekur á taugarnar og þolinmæðina þegar sambýlismaðurinn gerir manni þetta en ég lendi í þessu í hverri einustu viku og er bara alveg að fara að springa.. þráðurinn styttist alltaf og styttist ;) Kannski er kallinn þinn samt þolinmóðari en ég, en ég gæti allavenga misst mig stundum.
Æj ég verð að fara að læra.. nenni því bara ekki :(
Hafðu það gott skvís og vertu dugleg að taka til, hehe ;)
Knús,
Sandra Rut ;)
At 10:14 AM,
Sverrir said…
Fyrri möguleikinn er athyglisverður en kannski ekki raunhæfur!
Og hér með viðurkennist fyrir alþjóð að ég er mjög ragur við að bakka í stæði.
At 12:40 PM,
Anna Lisa said…
Mér þykir þú nú ansi fjölhæf Ósk að geta bakað í stæði...eru það jólasmákökurnar sem þú bakar?!
Haha....baraba...búmm! :Þ
At 9:46 PM,
Anonymous said…
Vá, ég hélt fyrst að eiginkonan væri strax orðin dauðuppgefin á eiginmanninum!
Mikið er ég annars sammála þér. Ég þoli ekki þegar það er alltaf talað um karlmenn eins og þeir séu ósjálfbjarga hálfvitar sem kunna ekki að vaska upp eða ryksuga án þess að konan þurfi bókstaflega að öskra á þá. Aldrei gæti ég talað svona illa um manninn minn.
Ég kann samt ekki að bakka í stæði. Og ég er hætt að reyna það.
At 4:59 AM,
Anonymous said…
Humm, mér verður nú bara hugsað til diskastafla og þránaðs smjérs þar sem ónefndur maður að nafni Sverrir átti heima.
Er kallinn nokkuð búinn að læra dáleiðslu og telur þér reglulega trú um þetta svo að hann sleppi við tiltektir!
At 3:06 PM,
Anna Lisa said…
Ósk, þetta finnst þér þá örugglega skemmtilegt:
http://b2.is/?sida=tengill&id=203597
Hehe... :)
Post a Comment
<< Home