Láttu bílinn borga gjafirnar!
Ingvar Helgason býður þeim sem kaupa nýjan bíl hjá fyrirtækinu 100 þúsund kr. inneign í Smáralindinni og 75 þúsund kr. inneign ef bíllinn er notaður.
Eftir þessa auglýsingu rifjuðust upp fyrir mér nokkur misgáfuleg tilboð af sama tagi þar sem eitthvað fylgir „frítt“ með annarri vöru sem er mjög misjafnlega tengt því sem maður er að kaupa.
Dæmi:
1) Tilboð að hætti BT og Nýherja
Hverju SONY heimabíó fylgir Superman „frítt“ með á DVD.
Þú færð „ókeypis“ fartölvutösku með hverri fartölvu á meðan birgðir endast.
Þessi tilboð eru svo sem ekki órökrétt.
2) Alls konar áskriftartilboð, símfyrirtæki o.fl.
Ef þú gerist áskrifandi að Lifandi vísindum í ár færðu þetta glæsilega úr „að gjöf“.
Hmmm...hvernig tengist það tímaritinu? Trúlega eru tímarit eins og Gestgjafinn og Hús og híbýli í bestu aðstöðunni til þess að gefa gjafir sem tengjast efni tímaritanna (og kannski B&B þótt ég hafi ekki heyrt um það!).
Svo eru það TAL og OgVodafone:
Komdu í áskrift hjá okkur og fáðu 10 „frímiða“ í bíó!
Æi, já, það var víst sama móðurfyrirtækið á bak við símfyrirtækið og bíóið!
3) Sjónvarpsmarkaðurinn og álíka
Ef þú pantar magaþjálfarann innan tíu daga færðu sendan með steikarspaða sem er líka málmleitartæki.
Í þessum flokki er það bara hugmyndarflugið (og lagerinn) sem stöðvar seljandann.
Eru lesendur með fleiri sögur og hugmyndir?
1 Comments:
At 2:07 AM,
Ósk said…
Ég ætti kannski að fá mér bíl svo ég hafi efni á jólagjöfunum!
HE HE!!!
Post a Comment
<< Home