Nintendotölva á heimilið
Nei, við erum ekki búin að fá okkur Wiii!
Við keyptum gamaldags Nintendo NES tölvu (gráa að lit) í félagi við Lynghagabræður.
Við vorum að spila Duck Hunt áðan og vorum að velta fyrir okkur hvernig byssan virkaði.
Svarið fannst á netinu (hér). Fyrir ykkur sem nennið ekki að lesa þetta þá gengur þetta svona fyrir sig:
1. Þegar smellt er af gikknum verður skjárinn svartur.
2. Það sjást samt hvítir deplar þar sem endurnar eru á skjánum.
3. Ef ljósneminn inni í byssuhlaupinu sér hvítt en ekki svart hefurðu miðað rétt á öndina. Hún drepst og þú færð stig!
1 Comments:
At 11:12 PM,
Anonymous said…
bera bara byssuna upp að næstu nálægu nálægu ljósaperu og miða á hana. Ég lofa þér því að þá hittirðu alltaf!
Post a Comment
<< Home