Nýársgleði og fjarbúð
Við hjónakornin bjóðum öllum lesendum í áramótapartí á Nesvegi 66 eftir kl. 1 á nýársnótt. Þetta er ekki bara teiti vegna áramótanna heldur er þetta líka kveðjuteiti því Ósk er að fara að kenna unglingum í Mývatnssveit stærðfræði eftir áramót.
Við keyrum norður 2. janúar en þið þurfið samt ekki að örvænta því Ósk kemur í bæinn í námslotur í fjarnáminu og svo er aldrei að vita nema einhver hafi áhuga á því að fljóta með þegar Sverrir fer að heimsækja Ósk í vor.
1 Comments:
At 3:39 PM,
Anonymous said…
Elsku Ósk og Sverrir! Við viljum óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir allt gamalt og gott Ósk mín og vonandi hittumst við sem fyrst á nýju ári :)
Jólakveðjur Sandra Rut og Zoffi.
Post a Comment
<< Home