Rembingskoss í kennslustund
Ég vissi ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið þegar stelpa sem ég kannaðist ekki við kom arkandi í lok kennslustundar í dag og smellti mig rembingskossi á kinnina!
Eftir þessa óvanalegu lífsreynslu náði ég að veiða það upp úr stelpunum á fremsta bekk að bekkjarsystir þeirra væri að safna áheitum fyrir UNICEF í verkefninu „Gleði til góðgerða“. Hún gekkst undir það að kyssa alla kennara 6. M í dag og var ég engin undantekning þótt ég kenni stjörnufræðihluta bekkjarins en hún sé í erfðafræði.
Ég vissi ekki alveg hvaðan á mig stóð veðrið þegar stelpa sem ég kannaðist ekki við kom arkandi í lok kennslustundar í dag og smellti mig rembingskossi á kinnina!
Eftir þessa óvanalegu lífsreynslu náði ég að veiða það upp úr stelpunum á fremsta bekk að bekkjarsystir þeirra væri að safna áheitum fyrir UNICEF í verkefninu „Gleði til góðgerða“. Hún gekkst undir það að kyssa alla kennara 6. M í dag og var ég engin undantekning þótt ég kenni stjörnufræðihluta bekkjarins en hún sé í erfðafræði.
4 Comments:
At 6:30 PM,
Anonymous said…
Hahaha, sniðug stelpa :)
Dagbjört
At 3:30 AM,
Ósk said…
Jiii en flippað!
At 3:42 PM,
Anonymous said…
Ósk ætlar þú ekki að berja þessa stelpu??
At 8:04 PM,
Anonymous said…
Já það er alveg ekta Ósk að ráðast á e-n.
Post a Comment
<< Home