Fjarbúðin

Friday, February 02, 2007


Nótt á VR2

[Varúð: Svefngalsi]

Nú er klukkan farin að ganga tvö um nótt hér á VR2. Auk mín er hér reitingur af fólki, meirihlutinn af því er að undirbúa Hönnunarkeppni vélaverkfræðinema sem fram fer kl. eitt á morgun. Það er reyndar útlit fyrir að ég missi af keppninni.

Annars er gott að vera hérna í ró og næði. Ég er búinn að breiða vel úr mér hérna í tölvuverinu og tel 13 mismunandi blaðabunka í kringum mig á nálægum tölvum og stólum. Ég get hvenær sem er rölt út í 10-11 sem er opin allan sólarhringinn og náð mér í gotterí. Ég henti Brakpokanum sem ég keypti í dag því hann var ekki nógu góður á bragðið (og jú, ég viðurkenni að hafa heyrt rödd Sölva Fannars einkaþjálfara í hausnum á mér: „Þú myndir aldrei setja svona rusl á tankinn á fína bílnum þínum“ - og ég sem á ekki einu sinni bíl). Hef haldið mig við ávextina hingað til en hver veit hvað gerist þegar líða tekur á nóttina og verkefnið í reiknilegri aflfræði fer að taka á sig mynd.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home