Áætlun „Mýflug“ heppnaðist fullkomlega!
Áætlunin heppnaðist fullkomlega á föstudaginn. Ég fór í flug rúmlega tíu, borðaði hádegismat á Akureyri og var kominn með rútunni kl. hálfþrjú á föstudaginn.
Sumir voru pínkulítið undrandi þegar ég hringdi dyrabjöllunni á Helluhrauni 7a.
Föstudagurinn fór að miklu leyti í að leggja sig. Við fórum svo í jarðböðin og elduðum þríréttaða máltíð á laugardagskvöldið. Horfðum á LA Story og Confessions of a Dangerous Mind sem eru báðar ansi góðar (hvor á sinn hátt) og auðvitað horfðum við á Eurovision. Lagið hans Dr. Gunna er ansi gott og sama má segja um lagið sem kom á eftir því.
Nú tekur við vinnutörn fram að næstu ferð norður sem verður á föstudaginn í næstu viku.
1 Comments:
At 7:04 PM,
Ósk said…
Nú er bara að bíða eftir því að einhverjir fleiri leggi í svipaðar aðgerðir ;o)
Hlakka til að hitta þig aftur sæti Sverrir
Post a Comment
<< Home